SKILMÁLAR

Upplýsingar um Netbásinn.is
Netloppan ehf, Skútuvogi 12c, 104 Reykjavík, sími 581-4300, [email protected]

Netloppan ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Netloppan ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Netbásnum til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Hægt er að greiða 590 kr. fyrir rekjanlegt bréf. Frí heimaending er á pöntunum 15.000 kr og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru.

Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð af þjónustu og sendingarkostnaði eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Allar vörur sem eru til sölu á síðunni eru án vsk. 
Við sendum allar vörur með Íslandspósti beint heim að dyrum, á næsta pósthús eða póstbox. Sendingakostnaður er mismunandi eftir því hvaða leið er valin. Ef að verslað er fyrir t.d. 15.000,- eða meira þá fellur sendingarkostnaðurinn niður.)

Að skipta og skila vöru
Ekki er í boði að skila né skipta vörum sem keyptar eru hjá Netbásnum nema að um gallaða vöru sé að ræða sem kom ekki fram í lýsingunni á vörunni.
Ef vara reynist gölluð þarf að láta okkur vita við fyrsta tækifæri.
Við minnum á að allar vörur eru yfirfarnar af starfsfólki okkar og eru allar myndir af vörunum teknar hjá netbásnum. 

Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin endurgreiðsla og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Við hjá Netbásnum skoðum allar vörur sem við fáum til okkar áður en þær fara á netið.
Netbásinn samþykkir aðeins hluti sem uppfylla staðlana okkar.
Starfsfólk Netbásinns hefur rétt á að fjarlægja vörur sem eru til dæmis skítugar, götóttar eða illa lyktandi.
Þegar við höfum farið yfir allar þínar vörur látum við þig vita ef það er eitthvað sem við getum ekki selt.

Afbókanir
Hægt er að fá bás endurgreiddan ef hann er afpantaður með minnst 14 daga fyrirvara (miðast við fyrsta dag leigutímabils).
Ekki er hægt að fá bás endurgreiddan ef styttra er í að leigutímabilið hefjist.

Verð
Leiguverð á bás fer eftir lengd tímabils sem getur verið frá 1 uppí 4 vikur og eru öll verðin á heimasíðunni með virðisaukaskatti.

Þóknun
Netbásinn tekur 15% í þóknun og er hún sjálfkrafa dregin frá vöruverði þegar hluturinn selst.

Þegar búið er að bóka bás geturðu um leið byrjað að skrá inn vörur inni á mínum síðum.  Þær verða fyrst sjáanlegar á heimasíðunni þegar leigutímabilið hefst.

Hver hlutur fær númer. Það sem básaleigjandi þarf að gera er að merkja hvern hlut með réttu vörunúmeri áður en þær eru sendar til Netbásinns.

Þegar Netbásinn hefur fengið vörurnar til sín eru þær merktar með strikamerkjum, teknar af þeim myndir og hengdar upp á númeraða bása.

Netbásinn er ekki bótaskyld í tilfelli eldsvoða og vatnsskaða. Hafðu samband við þitt tryggingafélag til að fá upplýsingar um það hvort þú sért tryggð/ur fyrir hugsanlegum bruna eða vatnsskaða.

Eignaréttur
Seljandi er ábyrgur fyrir því að hafa eignarétt á sínum vörum. Ekki er heimilt að selja stolnar eða ólöglegar vörur.
Vörur sem keyptar eru hjá netbasinn.is er hægt að skila innann 3 daga. 

Að breyta verði
Inni á mínum síðum er hægt að breyta verði á vörum. Það uppfærist svo sjálfkrafa á heimasíðunni.

Afsláttur
Inni á mínum síðum geturðu skráð inn þann afslátt sem þú vilt setja á þínar vörur.

Í lok leigutímabils
Þegar leigutímabili lýkur fara vörurnar út af heimasíðunni sjálfkrafa. Starfsfólk Netbásinns pakkar niður úr básnum og þarf að sækja vörurnar sem fyrst. Tveimur dögum eftir að leigutímabili lýkur byrjum við að rukka 500kr. fyrir hvern dag sem vörurnar eru hjá okkur. Eftir 7 daga eru þær í eigu Netbásinns og verða seldar til styrktar góðgerðarmála.

Söluhagnaður
Netbásinn greiðir út 85% af heildarsölunni.
Hægt er að óska eftir því á mínum síðum og verður þá millifært inn á leigjanda innan 1-3 daga frá því að leigutímabili lýkur.
Einungis er hægt að fá útborgað með millifærslu.

Við minnum á það að kaupandi hefur 3 daga skilrétt á öllum keyptum vörur. Því er ekki hægt að fá vöru greidda út nema að sá tími sé liðinn. 

Persónuvernd
Allar upplýsingar um leigjendur verða ekki gefnar til þriðja aðila. Netbásinn mun ekki selja nafnið þitt eða önnur persónuleg gögn.

Main Menu