Byrja að selja

Svona byrjar þú að selja

Hjá Netbásnum getur þú keypt og selt notaðar vörur.
Seljandi leigir bás í 4, 6 eða 8 vikur, verðleggur vörurnar, kemur þeim til okkar og fylgist svo með sölunni á mínum síðum.
Einnig er hægt að velja leið 3 en þá sér starfsfólk netbásinns um að skrá inn allar vörur ásamt tilheyrandi upplýsingum.

Netbásinn geymir allar vörur á meðan leigunni stendur og sér um að afhenta allar keyptar vörur en í boði er sækja vörurnar til okkar eða fá þær sendar í pósti.

Play Video

Svona virkar Netbásinn

1

Bókaðu bás

Þegar þú stofnar aðgang til þess að byrja að selja þá þarftu að velja þér pakka sem hentar ásamt því að finna dagsetningu sem er laus og hentar þér. 

Hér getur þú skoðað pakkana sem við bjóðum uppá

2

Skráðu inn allar vörur

Inná mínum síðum skráir þú inn vörurnar ásamt öllum helstu upplýsingum. Þegar við fáum vörurnar afhendar förum við yfir þær, tökum myndir af vörunum og gerum þær sýnilegar á vefnum.

Hér má sjá ítarlegar leiðbeiningar hvernig þú skráir inn vörur.

3

Merktu vörurnar með vörunúmeri​

Þegar þú hefur skráð inn allar vörurnar þá er mikilvægt að merkja vöruna með vörunúmerinu sem hefur stofnast með hverji vöru. Þetta getur þú t.d. gert með tússpenna og málningarteipi.

4

Pakkaðu vörunum

Pakkaðu vörunum í kassa eða poka. Við geymum alla kassa eða fjölnota poka sem vörurnar koma í og afhendum þér aftur þegar leigutímabili lýkur.​

5

Sendu eða komdu með vörurnar til okkar

Þegar þú hefur lokið við að skrá inn allar vörurnar á síðuna þá þarf annaðhvort að koma með þær til okkar í Skútvog 12c eða senda þær til okkar í pósti. Allar vörur þurfa að hafa borist til okkar á.m.k. 3 dögum áður en leigan á básnum hefst.

Þú finnur okkur hér!

6

Við tökum myndir af vörunum

Þegar vörurnar eru komnar í vöruhúsið okkar þá fara þær í myndatöku. Eftir myndatökuna eru vörurnar gerðar sýnilegar í vefversluninni okkar.

7

Við geymum vörurnar

Á meðan leigunni stendur þá geymir Netbásinn allar vörur sem eru skráðar til sölu á síðunni. Þegar að varan selst þá sjáum við um að afhenda vöruna í vöruhúsinu okkar eða sendum hana með pósti.

8

Þú færð greitt

Þegar að varan þín selst þá myndast inneign undir "mínum síðum" þar getur þú fylgst með öllum sölum. Söluhagnaðurinn þinn er síðan gerður upp í lok leigutímabils en uppgjör á sér stað tvisar í mánuði eða 2. og 15. hvers mánaðar. Athugið að útborgunarbeiðni þarf að berast 7 dögum áður en útborgun getur átt sér stað.

ATH: Ekki er hægt að sækja um útborgun fyrr en eftir að básaleigu lýkur og búið er að sækja allar restar sem kunna að hafa orðið eftir á básnum eða þá óskað eftir því að gefa restina áfram á góðgerðarbásinn okkar.

VERÐLISTI

Veldu leigutímabil

Leið 1

4 VIKUR

Veldu vörufjölda

50 vörur í 28 daga

Kr. 1.990,-

Aðeins 498 kr. vikan

Leið 2

4 VIKUR

Veldu vörufjölda

50 vörur í 28 daga

Kr. 9.950,-

Aðeins 2.488 kr. vikan

Leið 3

4 VIKUR

Veldu vörufjölda

50 vörur í 28 daga

Kr. 19.950,-

Aðeins 4.988 kr. vikan

Leið 4

4 VIKUR

Veldu vörufjölda

50 vörur í 28 daga

Kr. 28.950,-

Aðeins 7.238 kr. vikan

Karfa

No products in the cart.