LEIÐBEININGAR

Svona virkar Netbásinn

Play Video

1

Bókaðu bás

Þegar þú stofnar aðgang til þess að byrja að selja þá þarftu að velja þér pakka sem hentar ásamt því að finna dagsetningu sem er laus og hentar þér. 

Hér getur þú skoðað pakkana sem við bjóðum uppá

2

Skráðu inn allar vörur

Inná mínum síðum skráir þú inn vörurnar ásamt öllum helstu upplýsingum. Þegar við fáum vörurnar afhendar förum við yfir þær, tökum myndir af vörunum og gerum þær sýnilegar á vefnum.

Hér má sjá ítarlegar leiðbeiningar hvernig þú skráir inn vörur.

3

Merktu vörurnar með vörunúmeri​

Þegar þú hefur skráð inn allar vörurnar þá er mikilvægt að merkja vöruna með vörunúmerinu sem hefur stofnast með hverji vöru. Þetta getur þú t.d. gert með tússpenna og málningarteipi.

4

Pakkaðu vörunum í réttri röð​

Til þess að koma í veg fyrir óþarfa tafir þegar við förum yfir vörurnar er gott að setja vörurnar í poka eða kassa í réttri röð eftir vörunúmeranum sem þú skráðir á vörurnar.

5

Sendu eða komdu með vörurnar til okkar

Þegar þú hefur lokið við að skrá inn allar vörurnar á síðuna þá þarf annaðhvort að koma með þær til okkar í Skútvog 12c eða senda þær til okkar í pósti. Allar vörur þurfa að hafa borist til okkar á.m.k. 3 dögum áður en leigan á básnum hefst.

Þú finnur okkur hér!

6

Við tökum myndir af vörunum

Þegar vörurnar eru komnar í vöruhúsið okkar þá fara þær í myndatöku. Eftir myndatökuna eru vörurnar gerðar sýnilegar í vefversluninni okkar.

7

Við geymum vörurnar

Á meðan leigunni stendur þá geymir Netbásinn allar vörur sem eru skráðar til sölu á síðunni. Þegar að varan selst þá sjáum við um að afhenda vöruna í vöruhúsinu okkar eða sendum hana með pósti.

8

Þú færð greitt

Þegar að varan þín selst þá myndast inneign undir "mínum síðum" þar getur þú fylgst með öllum sölum. Söluhagnaðurinn þinn er síðan gerður upp í lok leigutímabils eða síðasta lagi 3 dögum frá því að leigu á básnum lýkur.

Svona óskar þú eftir að fá greitt út

Svona skráir þú inn vörur

Þegar búið að að bóka bás og stofna mínar síður getur þú byrjað að setja inn vörur. 
Kerfið okkar er einfalt í notkun og ætti því allir að geta skráð inn vörur hvort sem þú gerir það úr tölvu eða síma. Netbásinn sér um að taka myndir af öllum vörum ásamt því að geyma vörurnar og afhenta þær þegar vara selst.

Svona færðu greitt

Þegar vara frá þér selst myndast inneign undir mínum síðum. 
Söluhagnaðurinn er síðan gerður upp í lok tímabils eða í síðasta lagi 3 dögum frá því að síðasta vara hjá þér seldist.  

Svona eykur þú sölumöguleikana þína

Við mælum eindregið með því að bása leigendur deili sínum bás með vinum og ættingjum á sínum samfélgsmiðlum. 
Það er auðvelt að deila þínum bás eftir þú ferð eftir þessum einföldu skrefum sem við sínum þér í myndbandinu hér að ofan. 

Svona kaupir þú vöru

Það er auðvelt að kaupa vörur hjá Netbásnum en það er eins og að nota hvaða aðra sölusíðu á netinu. 

Þegar vara er sett í körfu tökum við hafa frá fyrir þig í allt að 60 mínútur. 
Þú getur því haldið áfram að versla en alltaf er hægt að auka við tímann með því að smella á körfuna efst á síðunni. 
Þar serðu hversu langur tími er eftir ásamt möguleikanum að bæta við tímann. 

Main Menu